Skilgreiningarfenið: Hvenær drepur maður mann?

Í nýjasta fréttabréfi Foreign affairs er vísað í rúmlega tveggja ára gamla grein sem Scott Straus ritaði um þrasið sem virðist oftast eiga sér stað þegar kemur að því að skilgreina og/eða bregðast við þjóðarmorðum.  Tilefni tilvísunarinnar er sú ákvörðun utanríkisnefndar Bandaríkjaþings (ef það er rétt þýðing á House Foreign Affairs committee) að setja þennan stimpil á ofbeldisverk Tyrkja gegn Armenum snemma á íðustu öld.

 Í grein Straus benti hann á að eftir allt argaþrasið um hvort yfirhöfuð mætti kenna skipulegt, þjóðerniskenndt ofbeldið í Darfur við þjóðarmorð hafi í raun lítið áunnist eftir að það náðist í gegn.  Samþykktir Sameinuðu þjóðanna reyndust þegar á hólminn var komið ansi máttlausar - enn eina ferðina.  Niðurstaða höfundar er:  minna þras - meiri aðgerðir.

Fyrir þá sem vilja rifja upp ástandið í Darfur, nú þegar kastljós fjölmiðlanna beinist í aðrar áttir:

http://www.foreignaffairs.org/20050101faessay84111-p10/scott-straus/darfur-and-the-genocide-debate.html

Í greininni er einnig áhugaverð upprifjun á tregðu bandarískra yfirvalda (og raunar allra) til að nota hugtök sem hefðu getað þvingað Vesturlönd til aðgerða þegar þjóðarmorðið í Rwanda átti sér stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband