Ótrúlegt langlundargeð samkynhneigðra

Hvaða "niðurstaða" er þetta?

"Í tillögunni, sem er að meginefni til samhljóða upphaflegri tillögu biskups Íslands, segir að ef lögum um staðfesta samvist verði breytt þannig að trúfélög fái heimild til að staðfesta samvist þá styðji Kirkjuþing það, að prestum þjóðkirkjunnar, sem séu vígslumenn að lögum, verði það heimilt.

Setningunni, „sem eru vígslumenn að lögum" var bætt inn í upphaflegu tillöguna. Jafnframt var dregin til baka önnur tillaga, sem lá fyrir Kirkjuþingi, um að prestum verði heimilt að vígja í staðfesta samvist, verði trúfélögum veitt slík lagaheimild."

 Þýðir þetta að prestar ætli í uppreisn ef hjúskaparlögum verði breytt, en ekki lögum um staðfesta samvist?  Eru kirkjunnar menn að gefa löggjafarvaldinu tilmæli um hvernig það eigi að haga málum?  Telur kirkjan sig enn hafa þau völd að geta sagt kjörnum fulltrúum þjóðarinnar fyrir verkum?

Og hvernig í ósköpunum getur eitthvað verið að því að einstakir prestar fái að vígja þau pör saman sem þeir kjósa, sé eftir því leitað? Ég get ekki séð að í því felist nokkur þvingun fyrir þá afturhaldssömu, sem enn telja kirkjuna vera valdastofnun í samfélaginu.

Mér finnst í raun ótrúlegt hversu samkynhneigðir hafa verið þolimóðir í þessu máli. Og ég get ekki séð að þetta verði til þess að laða fólk að kirkjunni svona almennt.  Þessi "niðurstaða" leiðir frekar hugann að nauðsyn þess að skilja að kirkju og ríkisvald.


mbl.is „Verum meðvituð um að niðurstaða er fengin og gleðjumst yfir því"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segi ekkert um þolinmæði samkynhneigðra.

En mín afstaða byggist á trú, óháð trúfélagi, ég er ekki í þjóðkirkjunni, heldur Fríkirkjunni.

Ég get ekki samþykkt að prestar íslenskra kirkjusafnaða sem byggja boðskap sinn á Biblíunni, en svo segir í Þriðju bók Móse :

18.22  Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.         

20.13   Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.

Samkvæmt mínum skilningi á þessum orðum er það í andstöðu við Biblíuna að prestar samþykki á nokkurn hátt samband samkynja einstaklinga.

Kjartan (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 12:41

2 identicon

Ef einhver hefur sýnt langlundargeð er það kirkjan.  Samkynhneigðir og fylgismenn þeirra hafa þvílíkt þvingað presta og kirkjuna til að taka þessa afstöðu sem er í raun gengur lengra en flestar kirkjur í hinum vestræna heimi hafa staðfest.

Og það er með eindæmum hvað fólk ætlast til að kirkjan útvatni boðskap sinn bara eftir tíðarandanum hverju sinni.  Er tíðarandinn alltaf réttur og bestur ??  Kirkjan byggir á boðskap Krists og við getum ekki og megum ekki breyta honum.  Ef við getum ekki samþykkt boðskap Krists, gott og vel..... en þröngvum kirkjunni ekki til að afneita boðskap hans.   Því þá er engin kirkja Krists.... aðeins útvatnaður tíðarandi sem ekki er alltaf skynsamur eða góður.....

Ég ber fulla virðingu fyrir samkynhneigðum og virði þá fullkomlega eins og hverja aðra manneskju.  En þeir eru öðruvísi og þeir vilja vera öðruvísi.  (Gay pride, gay pubs, gay þetta og hitt).  Og margir samkynhneigðir gera í því að láta það sérstaklega í ljós, til að vera öðruvísi.   En lokum ekki augunum fyrir því að samkynhneigð er öðruvísi og það er bara allt í lagi að vera öðruvísi.  

Björgvin Þórðarson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:22

3 identicon

Kjartan segir: "Samkvæmt mínum skilningi á þessum orðum er það í andstöðu við Biblíuna að prestar samþykki á nokkurn hátt samband samkynja einstaklinga."

Já, en ef við ætlum að fara eftir þessum boðskap úr 3. Mósebók þurfum við þá ekki að fara eftir öllum "reglunum" sem þar eru settar fram? Eða eru það bara reglurnar sem að styrkja fordóma þína í hvert skipti?

Fleiri "reglur" úr 3. Mósebók Gamla testamentisins: 20.09 "Hver sá, sem bölvar föður sínum eða móður sinni, skal líflátinn verða. Föður sínum eða móður sinni hefir hann bölvað, blóðsök hvílir á honum."

20.27 "Hafi maður eða kona særingaranda eða spásagnaranda, þá skulu þau líflátin verða. Skal lemja þau grjóti, blóðsök hvílir á þeim."

20.10 "Þá er einhver drýgir hór með konu annars manns, drýgir hór með konu náunga síns, þá skal líflátinn verða bæði hórkarlinn og hórkonan."

Ég veit ekki með þig en mér finnst frekar hart að lífláta fólk fyrir framhjáhald en verði guðs vilji og allt það ekki satt?

Björgvin skrifar: "Samkynhneigðir og fylgismenn þeirra hafa þvílíkt þvingað presta og kirkjuna til að taka þessa afstöðu sem er í raun gengur lengra en flestar kirkjur í hinum vestræna heimi hafa staðfest."

Eigum við alltaf að miða okkur við aðrar þjóðir? Eigum við alltaf að vera dragbítar annarra vestrænna landa og gera allt eins og þau? Sjálfstæð hugsun, hvort sem að það á við um einstaklinga eða ríkisbáknið getur ekki verið neitt nema af því góða.

Björgvin skrifar: "Ég ber fulla virðingu fyrir samkynhneigðum og virði þá fullkomlega eins og hverja aðra manneskju. En þeir eru öðruvísi og þeir vilja vera öðruvísi. (Gay pride, gay pubs, gay þetta og hitt). Og margir samkynhneigðir gera í því að láta það sérstaklega í ljós, til að vera öðruvísi. En lokum ekki augunum fyrir því að samkynhneigð er öðruvísi og það er bara allt í lagi að vera öðruvísi."

Þetta heitir ekki að bera virðingu, þetta heitir að umbera. Það er mikill munur á að umbera eitthvað og að bera virðingu fyrir því.

Auk þess held ég að enginn sé að segja að samkynhneigð sé "eins" og gagnkynhneigð, langt því frá, heldur hvort að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda á við gagnkynhneigða. Samkynhneigðir borga alveg jafn mikla skatta og gagnkynhneigðir þannig að alveg jafn há prósenta af launum þeirra fer í Þjóðkirkjuna og laun gagnkynhneigðra...

Annað hvort eru allir jafnir undir lögum og þá á það við um kirkjuna líka, eða þá að aðskilnaður ríkis og kirkju þarf að eiga sér stað. Hvorki þú né kirkjan getið geymt kökuna og borðað hana líka.

Maynard (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 15:38

4 Smámynd: Ólöf Ýrr Atladóttir

Ég tek undir þessa síðustu athugasemd heils hugar, en vildi auk þess bæta við:

Ég skil ekki alveg þetta með að kirkjan hafi sýnt langlundargeð.  Er það stofnunar að sýna geð af einhverju tagi? Á ekki kirkjan að þjóna fólkinu frekar en öfugt?

Ég get alveg séð rökin gegn því að prestar verði þvingaðir til þess að starfa gegn sannfæringu sinni, hvort sem ég er sammála þeirri sannfæringu eða ekki.  En að þeir prestar sem líta öðrum augum á boðskap Krists í þessum efnum séu þvingaðir til að fara að vilja hinna íhaldsömu, það skil ég ekki.

Ólöf Ýrr Atladóttir, 25.10.2007 kl. 17:15

5 Smámynd: Kolbrún Kolbeinsdóttir

Heyr heyr Kjartan, vel ritað.

Kolbrún Kolbeinsdóttir, 1.11.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband