Embættismenn sem samviska stofnunar

Mótmæli Guehenno minna óneitanlega á átök Roméo Dalliere við yfirmenn sína á tímum þjóðarmorðsins í Rúanda.  Dalliere, yfirmaður friðargæsluliða í Rúanda, reyndi í örvæntingu fyrst að benda á yfirvofandi hörmungar og svo að kalla eftir nauðsynlegum mannafla og aðbúnaði þegar hryllingurinn byrjaði.  Yfirmenn hjá SÞ voru hins vegar uppteknir af alls konar pólitík, hnattrænni og persónulegri, og því fór sem fór.

 Það er illt til þess að hugsa, eftir allla þá gagnrýni sem beint hefur verið að friðargæslumálum, ef ekki tekst að beita alþjóðasamfélaginu í þetta sinn heldur þannig að árangur verði af.


mbl.is Skilyrði Súdana óásættanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband