Hræsni Evrópu?

Mugabe kemur heim af fundi Evrópusambandsríkja og Afríkuríkja og lætur að því liggja að hann hafi komið séð og sigrað.  Á meðan er allt í rugli á heimaslóðum.  Það er auðvitað hverjum manni ljóst að Mugabe er að klúðra málum með einstökum hætti, en í neðangreindri grein af Open Democracy er bent á að hinum háa hesti Evrópuríkja fylgiróneitanlega meira en lítil ólykt af hræsni: það er sem sé ýmislegt sem þau þyrftu að svara fyrir þegar kemur að ástandi mála í álfunni.  Og án þess að ég telji rétt að taka undir slíka fortíðarhyggju án gagnrýnnar hugsunar, þá bendi ég fólki á að lesa þessa grein, þar sem viðskilnaður Breta við Zimbabwe annarsvegar og Kenya hinsvegar er borinn saman.

 http://www.opendemocracy.net/article/democracy_power/africa/zimbabwe_kenya


mbl.is Mugabe fagnað við heimkomuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband