Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Flókin veröld I
Hún er flókin veröldin og full af mótsögnum. Þar sem ég þekki þessar kringumstæður af eigin raun, þá eru margar og misvísandi tilfinningar sem vakna þegar upplýsingar berast um nýja stefnu Kínverja í ættleiðingamálum. Við sem ættleiðum erlend börn erum auðvitað meðvituð um það að okkar hamingja er óhjákvæmilega grundvölluð á angist annarrar manneskju og erfiðleikum. Það er engan veginn hægt að setja sig í spor móður sem neyðist til að yfirgefa barnið sitt. Þess vegna er það bæði jákvætt og neikvætt að þessi stefnubreyting hafi orðið - afskaplega jákvætt ef færri stúlkubörn er borin út, jákvætt ef það endurspeglar aukin veg stúlkubarna í dreifbýli í Kína og jákvætt ef auðveldara reynist að finna þessum börnum heimili á heimaslóðum, en sorg þeirra sem byggt hafa framtíðardrauma sína á þessum möguleika er líka staðreynd, kannski eigingjörn, en engu að síður mannleg tilfinning. Samfélagslegar aðstæður sem tengjast framboði á ættleiddum börnum í Kína eru afar flóknar. Í fullkomnum heimi væru öll börn óskabörn og öllum fært að eignast þau. Það virðist stundum óumræðilega óréttlátt að svo sé ekki.
|
Einstæðir foreldrar missáttir við ákvörðun Kínverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.