Afleiðingar Íraksstríðsins okkar

Enn er deilt um aðferðafræðina sem beitt var við mat á dauðsföllum í Írak, sem rekja má til stríðsins.  Deilurnar komast alla leið í Nature og þar kemur fram að þessi rannsókn hafi verið sundurgreind og metin fram og tilbaka í vísindasamfélaginu, jafnvel hafi verið kennd framhaldsnámskeið á háskólastigi.  Enda var hún áfall: niðurstöður hennar gáfu til kynna að 2,5% Íraka, eða yfir hálf milljón manna hefði látist sem afleiðing af stríðsrekstrinum.  George Bush varð alveg vitlaus og réðist á rannsóknina strax sama dag og niðurstöðurnar birtust.  Það fer þó ekki miklum sögum af vísindalegri röksemdafærslu hans í þeirri krítík.

Hvað sem öðru líður, þá hafa rannsakendur ekki getað fullvissað vísindasamfélagið með óyggjandi hætti um að aðferðafræðin sem beitt var sé hafin yfir gagnrýni.  Nú hafa rannsakendur birt hrágögnin sín, til að auðvelda hlutlæga umfjöllun um niðurstöðurnar.  Það er þá von til þess að hætt verði að deila um aðferðafræðina.  Mér finnst hún líka draga athyglina frá því, að hvort sem niðurstöðurnar reynast réttar, eða að deila megi í þær með tveimur, þá hefur stríðsreksturinn tekið gífurlegan toll.  Írökum blæðir.

http://www.nature.com/nature/journal/v446/n7131/full/446006a.html

Í ljósi þeirra fórna sem Írakar hafa þurft að færa, er athyglivert að skoða greiningu Foreign Policy á því hverjir það eru sem grætt hafa á stríðinu.  Á topp tíu eru:

Íran: völd þeirra í þessum heimshluta hafa aukist
Moqtada al Sadr: orðinn einn valdamesti maðurinn í Írak - og er ekki beint að boða frið og lýðræði
Al Qaeda: hafa numið áður óaðgengileg lönd eftir niðurbrot hins íraska samfélags
Samúel Huntington:  fræðimaður sem boðaði  óumflýjanleg átök milli  svk.  "siðmenninga" (eða hópa sem hann  skilgreindi  út frá afar  þröngum  forsendum )
Kína: er að vaxa Bandaríkjunum yfir höfuð, treysta ítök í auðlindaríkum Afríkuríkjum og stöðu sína almennt í heiminum á meðan  Bandaríikjamenn sökkva í dýpra í fenið í Írak
Einræðisherrar í Arabíulöndum: Allt í einu er ekki lengur þrýstingur á umbætur af þeirra hálfu
Olíuverð: hefur ekki alveg held ég skilað sér til arabísks almúga
Sameinuðu þjóðirnar: samræðustjórnmálin virðast allt í einu ekki svo vitlaus
Gamla Evrópa: Geta núna sagt "hvað sagði ég?"
Ísrael: það er allavega búið að brjóta niður einn óvin, eða hvað?

Og hvað er merkilegast við þennan lista - jú það sem vantar á hann.  Sem sé Íraka sjálfa. Sem heldur áfram að blæða.

http://www.foreignpolicy.com/story/cms.php?story_id=3704&fpsrc=ealert070226 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband