Tifandi testósterónsprengjur

 Það er löngu þekkt vandamál  að í Kína sé mikið hörmungarfár yfirvofandi - vegna eins barns stefnunnar í bland við viðtekin viðhorf í dreifbýlissamfélögum (til að einfalda málið töluvert og kannski um of).  Kvenbörnum fækkar sífellt, kynjahlutfallið skekkist og ljóst er að þegar er orðinn umtalsverður skortur á gjafvaxta konum til að giftast "litlu keisurunum", sem svo eru stundum kallaðir þegar dálæti foreldranna þykir hafa keyrt fram úr hófi. 

Þegar eru farnar að birtast frétir af ungum konum sem rænt er og þvingaðar í sambúð fjarri heimabyggð sinni og ýmislegt bendir til þess að ofbeldisverkum karla í Kína fjölgi í öfugu hlutfalli við framboð á kvenfólki, hvort sem í því felst orsakasamhengi eða ekki (eða getur maður keypt það að litill aðgangur að kynlífi með gagnstæðu kyni hlaupi beint í árásargirnina?).

Í það minnsta er einnig skrafað um það að skortur á konum í miðausturlöndum, og þar með fá tækifæri til giftinga (og ég hlýt nú hrokafull að kaupa það að sambúð við konu hafi róandi og uppbyggileg áhrif á örgeðja karlmenn) leiði af sér vaxandi ólgu meðal karlanna þar.

Ég var sem sé að lesa áhugaverða bloggfærslu á vefsíðu Foreign Policy (allir þessir tenglar eru þaðan).  Þar er vitnað í skýrslu Berliner Institut für Bevölkerung und Entwicklung þar sem fram kemur að vel menntaðar konur flytjast nú brott frá Austur-Þyskalandi langt umfram karlmennina.

Í grein í der Spiegel er bent á að auk þess að hafa haft neikvæð áhrif á fólksfjölgun og nýburafæðingar, sé kjörlendi þýskra nýnasista þar sem hlutfallið er hvað skakkast milli kynja.  Þar fjölgi þeim ungu mönnum sem gangi í slík samtök.  

 Að vísu, sé myndin sem fylgir bloggfærslunni skoðuð, þá verður manni á að hugsa að ekki sé undarlegt að konurnar flýi ef þetta er dæmi um úrvalið á þessum svæðum.  Eða myndi einhver kvenmaður með sjálfsvirðingu láta sjá sig með þetta nynasskrípi upp á arminn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband