Brottför yfirvofandi

Jæja.

Þá er komið að því - ferðin hefst á morgun.  Fyrsti leggur Amsterdam.  Ég er ekki enn komin með staðfesta gistingu á laugardagskvöld.  Það hlýtur að reddast.

Ég er líka með risastóran hnút í maganum - ástæða hnútsins situr núna í herberginu sínum sönglandi lagið með Eiríki Hauks.  Hún híaði á mig í morgun vegna þess að ég missi a júróvisíón.  Ég á eftir að sakna hennar óumræðanlega.  Hins vegar hef ég markvisst neitað að hleypa hnútnum upp í kok.  Þetta er jú mín ferð - ég skipulagði hana, ákvað hana og er að fara í hana algjörlega af sjálfsdáðum.  Það væri bara kjánalegt að fara að búa til drama út úr því að vera að fara að leggja í'ann.

 En mikið óskaplega á ég eftir að sakna stelpunnar minnar.

Hvað um það - þá er stokkið af stað...

Ég vona að þessi síða verði til þess að þau sem þess óska geti fylgst með ferðum mínum - þori ekki að lofa póstkortum, en afhendi líkast til nokkur þegar ég kem heim aftur, eða bið Kristján bróður að póstleggja frá Rotterdam.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel ferðalangur - hlökkum til að fylgjast með ævintýrum í Afríku.

Kveðja frá Sandi

Lilja & co (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 08:56

2 identicon

Gangi þér vel Ólöf. Við hlökkum til að fylgjast með þér í Afríku! Og hlökkum til að hitta þig í sumar heima í sveitinni góðu.

Fríða, Örnólfur og dætur

Arnfríður (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband