Miðvikudagur, 6. júní 2007
Namibeyðimörkin
Georg er fæddur í Þýskalandi en fluttist eins árs gamall til Namibíu og hefur alið allan sinn aldur þar síðan, utan þriggja ára sem hann dvaldi við nám í Frankfurt. Segist akkúrat ekkert hafa að sækja til Þýskalands síðan, ekki einu sinni þótt pabbi hans búi þar. Leið bara illa í borginni og þurfti að komast aftur út í auðnina sína. Hann er Namibíubúi og fararstjórinn minn þennan dag.
Við keyrum af stað eftir þjóðveginum um stund, en beygjum síðan út af og inn í eyðimörkina. Það er ýmislegt hér sem minnir mig á íslenskt landslag, sér í lagi Kverkfjalla- og Öskjusvæðið. Þó er umhverfið allt annars eðlis; í stað basalthraungrýtis í grunninn er hér granít, með glitrandi innskotum og marmaralagi. Basaltranar, svartir og ævafornir skera fjöll og hóla eins og æðar, svo járnríkir að þegar slegið er í grjótið klingir í því eins og bjöllu. Aloe vera jurtir hafa skriðið fram um aldir, myndað nýja sprota og losað sig við þá gömlu. Hér er allt í hægagangi. Samanburður á gömlum ljósmyndum sýnir hversu lítið gróðurinn breytist á einni öld runnar sem þá voru til staðar hafa ekkert breitt úr sér og trjávöxtur er með afbrigðum hægur. Eðlur skjótast milli skugga í leit að svala. Á einum stað er basaltið gljápússað; hér voru fílahjarðir fyrir tvöhundruð árum síðan og gljáinn er minnismerki um hvernig þeir hafa nýtt sér hnullungana til að losa sig við óværu.
Eftir því sem við keyrum lengra inn í eyðimörkina verður landslagið óraunverulegra. Við erum komin inn í fjalllendi, rauðbrennt og skorið, trén lauflítil að jafnaði en skyndilega skærgrænir blettir sinnepsrunna. Þeir bera vitnu um háa grunnvatnsstöðu þó að hvergi sjáist vatn á yfirborði. Það vatn sem hér rennur undirniðri er ísalt og þar sem það hefur gutlað upp úr sandinu sitja saltskellur eftir. Allsstaðar eru gamlir árfarvegir.
Georg er í eðli sínu landvörður. Hann hefur grúskað í gömlum ljósmyndum og þrátt fyrir að hafa ekki formlega líffræðimenntun hefur hann viðað að sér fróðleik og túlkar náttúruna í kringum sig með næmum hætti.
Við heimsækjum Welwitschiaplöntuna fornu og skoðum skortíturnar sem ala aldur sinn í sérkennilegum blöðum hennar. Við rekumst líka á Gordoniiaplöntuna, sem Sanfólkið hefur um aldir notað til að kveða niður hungurtilfinningu og sem verið er að vinna í dag fyrir ofalda Vesturlandabúa. Ég skoða heiminn gegnum Mikaplötur, náttúruleg sólgleraugu sem víða liggja á yfirborði eyðimerkurinnar. Þetta er heillandi staður ssem ég er ákveðin í að heimsækja aftur.
Á leið heim mætir okkur strandþokan sem á hverjum degi læðist um þýskar götur Schwarzkopmund, milli jugendstilhúsanna og klukkuturna. Ég get bara ímyndað mér hvernig fyrstu íbúum bæjarins, sem líklega voru oft giska ókunnugir um umhverfi sitt, leið þegar myrkrið og rakinn læddist að með þessum hætti. Eða hvítum innflytjendum sem leituðu leiða inn í landið, stofnuðu til styrjalda við heimamenn í stað þess að læra af þeim, hvað þá að sýna lífi þeirra og menningu virðingu. Þetta fólk, oft óupplýst og illa að sér, alið á þjóðernishyggju 19. aldar og nýlendukapphlaupi Evrópuþjóða, hlýtur að hafa verið skelfingu lostið í xenofóbisma sínum og Schwarzkopmund hefur verið eina umhverfið sem það þekkti.
Einhverra hluta vegna verður mér hugsað til þeirra sem sendir hafa verið í brjálsemisstríðið í Írak.
Við keyrum af stað eftir þjóðveginum um stund, en beygjum síðan út af og inn í eyðimörkina. Það er ýmislegt hér sem minnir mig á íslenskt landslag, sér í lagi Kverkfjalla- og Öskjusvæðið. Þó er umhverfið allt annars eðlis; í stað basalthraungrýtis í grunninn er hér granít, með glitrandi innskotum og marmaralagi. Basaltranar, svartir og ævafornir skera fjöll og hóla eins og æðar, svo járnríkir að þegar slegið er í grjótið klingir í því eins og bjöllu. Aloe vera jurtir hafa skriðið fram um aldir, myndað nýja sprota og losað sig við þá gömlu. Hér er allt í hægagangi. Samanburður á gömlum ljósmyndum sýnir hversu lítið gróðurinn breytist á einni öld runnar sem þá voru til staðar hafa ekkert breitt úr sér og trjávöxtur er með afbrigðum hægur. Eðlur skjótast milli skugga í leit að svala. Á einum stað er basaltið gljápússað; hér voru fílahjarðir fyrir tvöhundruð árum síðan og gljáinn er minnismerki um hvernig þeir hafa nýtt sér hnullungana til að losa sig við óværu.
Eftir því sem við keyrum lengra inn í eyðimörkina verður landslagið óraunverulegra. Við erum komin inn í fjalllendi, rauðbrennt og skorið, trén lauflítil að jafnaði en skyndilega skærgrænir blettir sinnepsrunna. Þeir bera vitnu um háa grunnvatnsstöðu þó að hvergi sjáist vatn á yfirborði. Það vatn sem hér rennur undirniðri er ísalt og þar sem það hefur gutlað upp úr sandinu sitja saltskellur eftir. Allsstaðar eru gamlir árfarvegir.
Georg er í eðli sínu landvörður. Hann hefur grúskað í gömlum ljósmyndum og þrátt fyrir að hafa ekki formlega líffræðimenntun hefur hann viðað að sér fróðleik og túlkar náttúruna í kringum sig með næmum hætti.
Við heimsækjum Welwitschiaplöntuna fornu og skoðum skortíturnar sem ala aldur sinn í sérkennilegum blöðum hennar. Við rekumst líka á Gordoniiaplöntuna, sem Sanfólkið hefur um aldir notað til að kveða niður hungurtilfinningu og sem verið er að vinna í dag fyrir ofalda Vesturlandabúa. Ég skoða heiminn gegnum Mikaplötur, náttúruleg sólgleraugu sem víða liggja á yfirborði eyðimerkurinnar. Þetta er heillandi staður ssem ég er ákveðin í að heimsækja aftur.
Á leið heim mætir okkur strandþokan sem á hverjum degi læðist um þýskar götur Schwarzkopmund, milli jugendstilhúsanna og klukkuturna. Ég get bara ímyndað mér hvernig fyrstu íbúum bæjarins, sem líklega voru oft giska ókunnugir um umhverfi sitt, leið þegar myrkrið og rakinn læddist að með þessum hætti. Eða hvítum innflytjendum sem leituðu leiða inn í landið, stofnuðu til styrjalda við heimamenn í stað þess að læra af þeim, hvað þá að sýna lífi þeirra og menningu virðingu. Þetta fólk, oft óupplýst og illa að sér, alið á þjóðernishyggju 19. aldar og nýlendukapphlaupi Evrópuþjóða, hlýtur að hafa verið skelfingu lostið í xenofóbisma sínum og Schwarzkopmund hefur verið eina umhverfið sem það þekkti.
Einhverra hluta vegna verður mér hugsað til þeirra sem sendir hafa verið í brjálsemisstríðið í Írak.
Athugasemdir
Kæra Ólöf, þvílík ævintýri!
Hlýtur að vera sérstaklega gaman að vera með góða grunnþekkingu til að njóta landslagsins á þessum slóðum. Nú er stóra stundin rétt handan við hornið.
Við Sara sendum Emblu og ykkur fjölskyldunni kærar kveðjur frá Kína.
Lína G. Atladóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 05:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.