Ljótt ef satt er...

Í hádegisfréttum á Bylgjunni kom fram að Ríkisendurskoðandi sá aldrei skýrslu þá, sem gerð var um fjármál Byrgisins 2004 og sem fól í sér áfellisdóm um ástand mála. Sú skýrsla var stimpluð trúnaðarmál og komst aldrei í neina umfjöllun. Þó voru nokkrir sem þekktu innihaldið: þeir sem í starfshópnum voru, sem stóð að skýrslunni. Einn þeirra er núverandi formaður fjárlaganefndar. Hann þekkti sem sé til málefna Byrgisins, þegar hann ákvað umyrðalaust að verja fé úr sameiginlegum sjóðum okkar til stofnunarinnar á fjárlögum 2007. Og sagði ekki orð. Aðspurður segir hann að það sé ekki hans að vekja athygli á þessu?!? Ef formaður fjárlaganefndar á ekki að láta vita af því að verið sé að verja peningunum okkar í vitleysu, hver á þá að gera það að hans mati? Jú - Ríkisendurskoðandi - sem fékk aldrei að sjá úttektina.
Formaður fjárlaganefndar ber sem sé að eigin mati ekki ábyrgð á því sem í fjárlögin fer og ber enga upplýsingaskyldu um misferli. Og þennan mann var verið að kjósa á lista fyrir næstu Alþingiskosningar. Ja svei.
mbl.is Kvartað yfir að ekki fáist rætt um Byrgið utan dagskrár á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ýrr Atladóttir

Það ætti a.m.k. að benda honum á að hverfa til annarra starfa þangað til hann er tilbúinn að axla ábyrgð - þetta er náttúrlega bara barnalegt af honum...

Ólöf Ýrr Atladóttir, 19.1.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband