Missum aldrei sjónar á okkar lukku

Við getum þakkað fyrir það að búa ekki í Mogadishu.

http://www.nytimes.com/2007/01/19/world/africa/19victim.html?pagewanted=1&_r=1&th&emc=th

Landið hefur í 16 ár verið í helgreipum borgarastyrjaldar, sem er auðvitað löngu hætt að vera styrjöld og orðin að einhverskonar eftirmynd fútúrískra bíómynda og skáldsagna þar sem allur samfélagsstrúktúr er horfinn og hnefinn ræður ríkjum.  Við getum þakkað fyrir það hversu ólíklegt það er að börnin okkar þurfi nokkurntímann að upplifa það sem börnin í Mogadishu upplifa dag eftir dag, viku eftir viku, ár eftir ár - án þess að í sjónmáli sé nokkur raunverulega endanleg lausn.

Það eru flóknar og margbreytilegar ástæður (sem ég ætla mér ekki þá dul að kunna skil á) sem leiða til þess að brothætt stjórnskipulag fellur saman. Þau dæmi sem við höfum þar um hljóta að vekja okkur til umhugsunar um sammannlega ábyrgð, sem er grundvöllur að tilveru og velferð afkomenda okkar.

Við skulum líka þakka fyrir það að búa ekki í Darfur.  Þar hefur núna í allt of langan tíma viðgengist þjóðarmorð og sér ekki fyrir endann á nokkurri úrlausn þar á.  Hvers vegna ætli þjóðarleiðtogar heimsins séu ekki eins framtakssamir í málefnum þess fátæka fólks sem í Darfur býr og í afskiptum annars staðar í heiminum?  hvers vegna þetta athafnaleysi, sem minnir með hrollvekjandi hætti á athafnaleysið gagnvart Rúanda fyrir rúmum áratug?

http://topics.nytimes.com/top/news/international/countriesandterritories/sudan/index.html?8qa

Ofbeldi, erfiðleikar og hörmungar í öðrum heimshlutum koma okkur við, og því meira sem heimurinn tengist hnattvæddari böndum.  Við skulum ekki gleyma því í daglegu þjarki okkar hér á klakanum, ekki síst núna fyrir kosningar, að við eigum að láta okkur aðra varða - og að við erum flest aflögufær með einhverjum hætti.  Sem betur fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband