Athyglisverð hlið á fuglaflensufárinu

Í NYT í dag er sagt frá því að Indónesíustjórn sé hætt að veita Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni aðgang að fuglaflensuveirunni vegna þess að hún stendur í samningaviðræðum við lyfjafyrirtæki um sölu á veirusýnum til þróunar á bóluefni.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þannig ekki fengið send sýni af H5N1 veirunni frá landinu síðan seint á síðasta ári. Indónesía er það land sem tilkynnt hefur um flest tilfelli fuglaflensu og talið er nauðsynlegt að hafa aðgang að veirum þaðan til rannsókna og þróunar á bóluefni.

Indónesía og önnur fátæk ríki hafa gagnrýnt það að þeim sé ætlað að afhenda veirur án endurgjalds, þar sem bóluefni sem svo eru þróuð eru oft of dýr til að íbúar þessara landa geti nýtt sér þau.  Auk þess eru fuglaflensan og aðrar flensur ekki í forgangi í þessum löndum; þar eru landlægir sjúkdómar sem verða fjölda barna að aldurtila á ári hverju, s.s. mislingar og lömunarveiki, sem ekki valda lengur áhyggjum á Vesturlöndum.

 Fréttin af því að Indonesíaætli að bjóða lyfjafyrirtækinu upp á einkaaðgang að veirusýnum sínum er athygliverð fyrir afar margra hluta sakir:

- Enn og aftur erum við minnt á þá gjá sem ríkir í aðstæðum Vesturlanda og fátækra ríkja þegar kemur að aðgangi að heilsugæslu

- Sú spurning vaknar hvers vegna fuglaflensa, sem ekki smitast milli manna, fær svona mikla athygli á meðan ekki hefur verið fundin leið til að auka jafnræði í vörnum gegn algengum og lífshættulegum barnasjúkdómum

- Geta veirustofnar talist til hugverkaréttinda - og ættu Indónesar þá að geta krafist hlutdeildar í bóluefni sem þróað er út frá þeim? Eða er um sameiginlega eign mannkyns að ræða?  Og ef svo - ætti þá ekki að tryggja aðgang allra að nauðsynlegum bóluefnum?

Ég bara spyr svona...

http://www.nytimes.com/2007/02/07/world/asia/07birdflu.html?th&emc=th


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband