Birtingarmynd svo margra vandamála

Í áhengdri frétt kemur fram (sem rétt er farið með) að ein "röksemdin" fyrir limlestingum kvenna í þessum hlutum Afríku sé að með því sé komið í veg fyrir lauslæti kvenna og tryggð þeirra við eiginmanninn fest í sessi.

Í hvert sinn sem ég heyri þessa röksemd ráðamanna í þessum löndum þá setur mig hljóða. Vegna þess að það eru ekki konurnar sem eru lauslátar í þessum löndum.  Það eru ekki eiginkonurnar sem breiða út HIV. Meðal ákveðinna hópa karla er lauslætið yfirgengilegt, þeir smita eiginkonurnar og stinga þær svo af þegar þær veikjast.  Þeir sækja í barnungar stúlkur í von um að það lengi lífdaga þeirra.  Þarna er verið að henda brunnlokinu og kasta börnunum ofan í. Og eyðnin herjar áfram miskunnarlaust.

Svo sitja konurnar eftir, með barnahópinn og geta sér engar bjargir búið.  Skólaganga barnanna fyrir bí og stundum eina lífsbjörgin sú að stunda vændi. Það er að segja ef þær ekki deyja úr barnsförum vegna fyrrnefndrar limlestingar. Og munaðarleysingjum fjölgar með ógnarhraða.

Það er alveg ljóst að þessar athafnir eru smánarlegar og að gegn þeim þarf að berjast. Þær og þá sem mæla þeim bót má tengja við flest stærstu vandamálin sem hrjá íbúa þessara fátæku landa.


mbl.is Giftingar barna bannaðar en umskurn kvenna leyfð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband