Verða breytingar í Burma?

Það eru merkilegar fréttirnar sem berast frá Búrma (eða Myanmar eins og ofbeldisfull herforingjastjórnin og einhverjir íslenskir fréttamenn nefna landið).  Búddamunkar virðast leiða mótmæli, sem færast í aukana dag frá degi. 

Mun Aung San Suu Kyi, sem hefur hefur í stofufangelsi meira og minna í nærri tvo áratugi  upplifa það að fara frjáls ferða sinna? Það verður áhugavert að sjá hvort árangur verði af mótmælunum nú - og ekki síður hvort jákvæðar breytingar verði án blóðsúthellinga.

Það verður einnig áhugavert að fylgjast með viðbrögðum ráðamanna annars staðar í heiminum við þessum frengum ef einhver verða.  Frá því að Suu Kyi var hneppt í stofufangelsi hafa Vesturlönd tvisvar farið í stríð til að "bjarga lýðræðinu", í bæði skiptin við Írak, Júgóslavía hefur sprungið í loft upp og alþjóðasamfélagið hefur brugðist við, Rúanda hefur upplifað aðgangsharðari þjóðernishreinsanir er nasistar stóðu fyrir í síðari heimstyrjöld (og við gerðum reyndar ekkert þá) og svo mætti lengi telja. 

Með hvaða hætti munu ráðandi öfl á Vesturlöndum styðja við lýðræðisbaráttu í Búrma?


mbl.is Þúsundir mótmæla í Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband