Föstudagur, 27. október 2006
Fyrirtækjamenning á Íslandi - dæmi I.
Svona vinnar ALCOA að umhverfismálum (tekið af corpwatch.org):
"Despite Alcoa's reassurances that it will be a good citizen and an environmental steward, the company has a history of environmental violations. The US Department of Commerce released a statement that Alcoa had violated more than 100 regulations on the export of potassium fluoride and sodium fluoride between 1991 and 1995. According to the New York Times, Alcoa's New York state Massena aluminum smelter was fined $7.5 million in 1991, the largest criminal penalty at the time for hazardous waste violations. The US Justice Department and Environmental Protection Agency released a statement in March 2000, reporting that Alcoa paid out an $8.8 million settlement after complaints that the company illegally expelled waste into the Ohio River from its Warrick County, Indiana plant; that the waste was highly toxic to fish; and that the smoke, dust, and ash expelled from furnaces exceeded Clean Air Act limits."
Ég fór á heimasíðu EPA (Umhverfisstofnunar BNA), en þar eru því miður ekki varðveitt gögn um mál fyrir 1998 (eftir því sem ég komst næst). Hins vegar fann ég eitt mál frá 2003, sem varðar samfélag í Rockdale, Texas (http://www.epa.gov/compliance/resources/cases/civil/caa/alcoa.html).
Á heimasíðu dómssmálaráðuneytis BNA má finna yfirlýsinguna frá mars 2000: http://www.usdoj.gov/opa/pr/2000/March/121enrd.htm
Fyrir þá sem lásu eða sáu The Corporation hljómar þetta kunnuglega. Stórfyrirtæki brjóta lög á meðan stjórnkerfið er of veikburða til að hægt sé að hanka þau, eða á meðan ljóst er að refsiaðgerðirnar sem þau verða fyrir séu svo lítilvirkar að það er hagkvæmt að brjóta lögin og gera ráð fyrir að upp komist í X skipti.
Er þetta sú starfsemi sem við viljum að knýi áfram íslenskt hagkerfi? Er það svona sem við viljum nýta orkuauðlindir okkar? Eru "hreinar" orkuauðlindir okkar áfram hreinar ef þær eru nýttar í tengslum við mengandi starfsemi sem byggir á lögbrotum í öðrum löndum? Eða erum við í þessum efnum illa haldin af NIMBY (NOT IN MY BACK YARD) syndróminu sem Jakobi Björnssyni, fyrrverandi orkumálastjóra varð tíðrætt um hérna um árið, þó í allt öðru samhengi væri. Les: "Ef ekki kemst upp um brot þessara fyrirtækja á Íslandi, nú þá er allt í góðu og við klöppum áfram fyrir góðverkum þeirra í íslenskum samfélögum."
Ég spyr í þessu samhengi: hvernig er það með íslenskt regluverk? Er tryggt að umhverfisbrot á Íslandi borgi sig ekki? Eða verða þau líka debetmegin í bókhaldi íslenskra útibúa alþjóðlegra fyrirtækja?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.