Fyrirtækjamenning á Íslandi - dæmi II

Þetta er sú framleiðsla sem við vinnum við á Austfjörðum:

"A recent flow of Pentagon contracts to the Pittsburgh-based corporation is fueling Alcoa's search for increased capacity and, like many US corporations, it is outsourcing manufacturing to countries with relatively lax environmental laws.

In 2004 Alcoa won an initial $1.2 million contract from the US Army. The next year the US Army Tank-Automotive and Armaments Command signed a $12.5 million deal with Alcoa for ground combat and tactical vehicles. That same December 2005, Alcoa also signed a five-year, $30 million contract with Klune Industries to manufacture aluminum structural castings for the US Navy%u2019s Tactical Tomahawk Missile Program.

On July 22, Alcoa chose Bechtel as its primary partner in conducting feasibility studies for the proposed smelter. Bechtel, a private company with close ties to the Bush administration and the Republican party, was awarded a $680 million contract in Iraq through a process of secretive biddings in April 2003, with the possibility of contracts worth billions of dollars."

Við erum sem sé að leggja land okkar og orkuauðlindir undir áframhaldandi stríðsrekstur í Írak. Hvernig getur þjóð, sem var skv. skoðanakönnunum á móti aðkomu okkar í gegnum ráðherrana tvo (80-90% þeirra sem svöruðu könnunum á þessum tíma lýstu andstöðu við ákvörðun ráðamanna, ef mig misminnir ekki) - ég byrja aftur:
Hvernig getur þjóð sem er á móti því að við séum meðal viljugra þjóða, fagnað því að við tökum þátt í að framleiða vopnin sem notuð eru í stríðsrekstrinum? Getur þetta verið rétt? Tókst okkur að verða dáldið dauð - og ánægð með það?

Ég get nú varla verið stolt af því að tilheyra þjóð sem kallar sig hlutlausa og vopnlausa, en tekur virkan þátt í stríðsgagnaframleiðslu. Ég get varla fagnað þeirri pólitísku sýn, að það eina sem geti komið til bjargar landsbyggð og atvinnulífi á Íslandi sé stríðstólaframleiðsla, þótt óbein sé. Með óbeinum hætti erum við að auðgast á þjáningum óbreyttra borgara og þeirri forarvilpu sem ástand mála í Írak er orðið.

Hvað sem öðru líður er umhugsunarvert, bæði fyrir þá sem vilja nýta sem mest okkar orkuuppsprettur og þá sem vilja fara varlega eða ekki í það, að um leið og ALCOA ræðir fjálglega um samfélagsaðkomu sína á Austurlandi, hefur fyrirtækið líka mikil ítök í samfélögum í stríðshrjáðum löndum, bara á annan hátt - þar fer lítið fyrir uppbyggingu.

Það hlýtur að vera hægt, hvar sem menn standa í sambandi við nýtingarmöguleika íslenskrar orku, að taka afstöðu til þess hvernig menn vilja að orkan sé nýtt - og hverjum hún gagnist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

- á meðan ráðamenn þessa "lýðveldis" hlusta ekki á vilja fólksins þá er ekki skítur sem við getum gert, við kusum þess .... yfir okkur

ingi Freyr Atlason (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband