Miðvikudagur, 1. nóvember 2006
Mótsagnakenndur Moggi I
Tvennt vekur athygli í Morgunblaði dagsins:
Í Staksteinum er fjallað um nýlega blaðaumfjöllun í Danmörku um íslenska fjármálamenn. Það má vissulega til sanns vegar færa að umfjöllunin sé óvægin og hörð. Það má líka fallast á að hagfræðingur Danske Bank hafi hlaupið á sig með orðum sínum um komu Abramovitsj til Íslands og þess sem hann ýjaði að með þeim.
Hins vegar finnst mér undarlegt að Staksteinahöfundur skuli í síðustu efnisgrein leggja fund forsætisráðherra Íslands og Danmerkur að jöfnu við heimsókn Abramovitsj til Íslands. Þykir Staksteinahöfundi þar líku saman að jafna: fundur tveggja lýðræðislega kjörinna forsætiráðherra og einkaheimsókn (skipaðs, ekki kjörins) héraðshöfðingja til Íslands? Heimsókn Abramovitsj var ekki kynnt sem opinber í fjölmiðlum og ekki heldur á heimasíðu forsætiráðuneytisins.
Ég skal játa að ég skildi ekki alveg hvers vegna tekið var á móti Abramovitsj eins og þjóðhöfðingja og á hvaða forsendum hans snæddi í boði mínu á Bessastöðum. Var verið að greiða fyrir boðið á fótboltaleikinn? Ef svo er, þá langar mig að minnast á að ég á von á vinum mínum frá því að ég var í námi í útlöndum. Gáfaðar konur og marglærðar, gætu eflaust komið á rannsóknarsamstarfi við Íslendinga. Er einhver von til þess að ég fái að bjóða þeim í mat og meððí á Bessastöðum? Hélt ekki. Hvernig ætli reglurnar um slík boð séu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.