Vísindi og tækni í Afríku

 Í Nature þessa vikuna er athyglisverð frétt. 

Þjóðarleiðtogar innan Afríska þjóðarráðsins (mín þýðing á "African Union")  munu halda fund í næstu viku, þar sem annað meginumræðuefnið varðar hagnýtingu vísinda og tækni í þágu þróunar.  Hitt meginviðfangsefnið eru loftslagsbreytingar, eins og ekki þarf að koma á óvart. 

Á fundinum verður lögð tillaga um stofnun afrísks vísindasjóðs sem ætlað er að efla vísindarannsóknir og nýsköpun, með svipuðum hætti og rammaáætlanir Evrópusambandsins. Auk verður lagt til að stofnað verði leiðtogaráð innan þjóðarráðsins, þar sem leiðtogar verða upplýstir um viðfangsefni og stöðu innan rannsóknargeirans og og stefnumarkandi ákvarðanir á sviði vísinda og tækni verða ræddar. Ekki síst er gert ráð fyrir að miklar umræður verði um stöðu líftækni innan landbúnaðar.

Þrátt fyrir að þetta fyrirhugaða fyrirkomulag sé gagnrýnt af þeim sem óttast aukin ítök misviturra þjóðarleiðtoga á þróun innan vísinda, þá endurspegla þessir dagskrárliðir tvennt: aukin ítök lýðræðislegra kjörinna leiðtoga í álfunni og vaxandi opna umræðu um vísindi.

 Það ætti því að vera áhugavert að fylgjast með því til hvers umræðan á fundi næstu viku leiðir. Lítil von er þó til þess að ég fái að gera það gegnum íslenska fjölmiðla.  Í fyrsta lagi vantar í þá blaðamenn með þekkingu á vísindum og vísindastefnu - og í öðru lagi virðist fátt fréttnæmt frá Afríku í augum fjölmiðla, nema að það feli í sér sögur af hörmungum og vanþróun.  Væri ekki ráð að breyta þeirri slagsíðu?

http://www.nature.com/nature/journal/v445/n7126/full/445339a.html

...og fréttin opnast m.a.s. fyrir öllum (einhverra hluta vegna er HÍ ekki með netaðgang að þessu virtast vísindatímariti heims og því oft ómögulegt að komast í greinar þaðan á netinu...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband