Japanir enn í afneitun...

Í NYT í dag er fjallað um kúvendingu Japana í málum sem tengjast löngu tímabæru uppgjöri þeirra við atburði síðari heimstyrjaldar.

Japanir hafa, öfugt við Þjóðverja, enn ekki komist áleiðis í að gera upp fortíð sína og þau ódæðisverk sem staðið var fyrir í nafni þeirra á tímum síðari heimstyrjaldar.  Árið 1992 fékk japanskur sagnfræðingur, Yoshiaki Yoshimi, nóg af afneituninni og birti sannanir þess efnis að japönsk hermálayfirvöld hafi staðið að rekstri vændishúsa þar sem kínverskar og suður kóreskar konur voru þvíngaðar til að þjóna hermönnum japanska keisaraveldisins.  Í kjölfar þess viðurkenndu japönsk yfirvöld, í yfirlýsingu 1993 fyrst tilveru þessara vændishúsa að einhverju leyti, þrátt fyrir að gagnrýnt hafi verið með hvers konar hálfkáki staðið var að þeirri yfirlýsingu og greiðslum bóta til þessara kvenna.

Shinzo Abe, núverandi forsætisráðherra Japan hefur núna hafnað þessari viðurkenningu og meira að segja gefið til kynna að ekkert sýni fram á að konurnar hafi verið þvingaðar til að láta loka sig inni til að þjóna japönskum innrásarher.

Hm.  Ég hefði talið að þessu ættu íslensk yfirvöld að mótmæla kröftuglega. Ef þetta er hin opinbera afstaða gagnvart nauðung kvenna á styrjaldartímum, við hverju er að búast þar sem Japanir ákveða að taka þátt í uppbyggingarstarfi á örsnauðum svæðum, t.d. á vegum Sameinuðu þjóðanna eða í nafni hjálparstarfs?  Þurfa Japanir ekki að standa fyrir máli sínu til að vera teknir alvarlega í samfélagi þjóðanna?  Við hverju getum við búist af þjóð sem enn afneitar 60 ára gömlum glæpum gagnvart konum? Og viljum við í alvöru vera í bissness við svona stjórnvöld? Og teljast samherjar í t.d. veiðum á sjávarspendýrum?

 Hvar eru femínistar?  Og afhverju eru ekki fréttir af þessu blásnar upp í fjölmiðlum hér á landi? Oj bara - skammastu þín Abe!

http://www.nytimes.com/2007/03/02/world/asia/02japan.html?_r=1&th&emc=th&oref=slogin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband