Mánudagur, 15. október 2007
Skynsemi gegn hvers kyns öfgum
Það er illt til þess að vita að fulltrúi Íslands - í nafni einhverskonar "valfrelsis" eða "sjálfræðis" einstakra aðildarríkja Evrópuráðsins birta svo sérkennilega afstöðu til vísindakennslu sem raun ber vitni. Hún virðist líka hafa misskilið Evrópuráðið eitthvað. Evrópuráðið er ekki Evrópusambandið - langt í frá.
Ályktanir á borð við þá sem Evrópuráðið var hér að samþykkja eru ekki á nokkurn hátt bindandi fyrir einstök aðildarríki, heldur birta meginafstöðu til einstakra mála - og þar með til þeirra ríkja sem eiga fulltrúa á þinginu. Guðfinna var ekki á Evrópuráðsþinginu sem einstaklingur - hun var þar sem fulltrúi Íslands.
Er opinber afstaða Íslands sem sú sú að það sé rétt að leggja að jöfnu í vísindakennslu þróunarkenningu og sköpunarhyggju? Þarf þá ekki í nafni trúfrelsis að fara að kenna sköpunarhugmyndir heiðinna manna, hindúa, búddista og annarra trúarbragða? Við hljótun að geta treyst einstökum menntayfirvöldum fyrir því (til að vitna í orð hennar í Speglinum í kvöld).
Eða er almennt talið að eingyðistrúarbrögð hafi einhverja réttari sýn á sköpun heimsins en þeir sem t.d. aðhyllast fjölgyðistrú? Og telur Guðfinna viskilega að afstaða Íslands sé sú að þessar kenningar eigi allar að geta lagst að jöfnu við þróunarkenninguna, sem er grundvöllur nútímasýnar á lífið hér á jörðu og í raun forsenda stórs hluta þeirrar líffræðilegu þekkingar sem m.a. liggur til grundvallar nútímalæknisfræði?
Á þessum tímum, þar sem mikilvægt er að leggjast gegn hvers kyns trúarofstopa, af hvaða tagi sem hann er, er mikilvægt að missa ekki sjónar á ákveðnum grunngildum. Ég er hrædd um að Guðfinna hafi hér gleymt í fyrsta lagi hvar hún var - og í nafni hvaða samfélags hún var að kjósa.
Harma afstöðu Guðfinnu Bjarnadóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú er ég sammála. Það er rétt að leggjast gegn hvers kyns trúarofstopa, sér í lagi trú á kenningu sem ekki fær staðist.
Okkar grungildi eru Kristinn og við erum samfélag sem er Kristið, því verður ekki gleymt og því gleymdi Guðfinna ekki.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 15.10.2007 kl. 20:17
Já, einmitt rétt hjá þér Ólöf. Vegna þess að það finnast bókstafstrúarmenn sem að vinna leynt og ljóst gegn vísindum og öllu því sem að ógnar heimsmynd þeirra. Meira að segja á Íslandi!
Pétur Henry Petersen, 15.10.2007 kl. 22:23
Fjölmargir Íslendingar trúa á álfa
Sigurður Þórðarson, 16.10.2007 kl. 04:52
Margir Íslendigar eru álfar
Pétur Henry Petersen, 16.10.2007 kl. 09:19
...og spurning hvort ekki ætti að kenna söguna af óhreinu börnunum hennar Evu jafnhliða mannerfðafræði???
Ólöf Ýrr Atladóttir, 16.10.2007 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.