Enn ein könnunin...

...án nokkurra áhrifa...

Íslenskir neytendur bíða í ofvæni eftir væntanlegri matarverðslækkun, á meðan söluaðilar keppast við að slá á væntingar. Fram að því virðumst við vera sátt við að lesa æ ævintýralegri frásagnir af niðurstöðum úr verðsamanburði milli landa á matvöru. Birta mun sem nú hleypur á hundruðum prósenta.

8-16% lækkun í mars virðist hjómið eitt miðað við þennan mun. Og enginn virðist enn geta komið með almennilegar skýringar á honum. Ég minnist enn þunglyndislegrar tómleikatilfinningarinnar sem fyllti mig, nýkomna frá Þýskalandi 2005 þegar ég tók við hálftómum, tepokalegum haldapokanum í Hagkaupum og rétti á móti fimmþúsundkallinn. Afgangurinn hefði ekki talist boðlegur sem þjórfé á hamborgarastað ytra.

Og verðlagsósóminn einskorðast vissulega ekki við matvæli - getur verið að þetta sé orðinn einskverskonar flottræfilsháttur hins blanka? Við pöbullinn, sem ekki höfum efni á að endurreisa Elvis frá dauðum og bjóða í ammæli, göngumst upp í að borga hærra verð en aðrir Evrópubúar fyrir lífsnauðsynjar. Og æmtum lítið, höfumst enn minna að.

Jamm, þetta er vissulega statussymból - en fyrir hvað vil ég hafa sem fæst orð um.


mbl.is Matarkarfan 170% dýrari á Íslandi en á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þessari matarkörfu eru einungis landbúnaðarvörur, þ.e.a.s. smjör, léttmjólk, brauðostur, ferskar kjúklingabringur og nautahakk, þannig að þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Aðalatriðið er, eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir, að: "Tollar og umsýslugjöld eru út úr öllu korti og fjármálaráðherra virðist engan áhuga hafa á því að breyta því, heldur hafa áfram hundruð manna í að koma í veg fyrir að við getum keypt ódýra vöru." Og eins og Guðmundur bendir einnig á eru innlendar landbúnaðarvörur alltof dýrar hér í innkaupum. Og þær eru jafnvel of dýrar í Bandaríkjunum, enda þótt þær séu seldar þar sem gourmet-fæða, þannig að þessi útflutningur virðist ekki borga sig.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 13:29

2 identicon

Á spáni eru verkamannalaun í kringum 33.000 á mánuðu á íslandi um 210.000 á mánuði á því svínabúi sem ég vinn á. hérna vinna 10 manns sem hafa samtals 25.000.000 í árslaun. Á spáni væru árslaun allra starfsmanna á sama búi 3.960.000. Til vinna kjötið frá þessu svinabúi sem eru um 900 tonn þarf slátrun og kjötvinnslu þar sem starfa um 70 manns sem eingöngu vinnur kjötið frá þessu búi. Árslaun fyrir þetta fólk á Íslandi 176.400.000 en á spáni 27.720.000. Auðvitað getum við látið launalausa þræla framleiða vöruna fyrir okkur. Hafiði komið kjötmarkaðina í þessum löndum. ég ansi vissum að margir myndu missa matarlistina. Í Danmörku þar kjötiðnaður er talin til fyrirmyndar en mjög opin fyrir innflutning létust í fyrra 28 manns úr salmonellu og 300 alvarlega veikir fyrir lífstíð. Aðvitað er það ekkert mál bara að fá ódýrt.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 15:09

3 identicon

Ég hef nú komið í svínasláturhús á Jótlandi og leist bara vel á. Og ekki eru launin þar lægri en hér. Hins vegar er danska svínakjötið mun ódýrara en það íslenska. Í hverju liggur munurinn?

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 16:37

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunnar þar sem laun eru matur er 170% lægri er líklegra að menn geti komist af með lægri laun. Enda kannski margt annað kjöt hér á Íslandi dýrara en Svínakjöt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.1.2007 kl. 16:53

5 identicon

Sjálf slátrunin er ekki stór liður í heildardæminu og stæðsta sláturhúsið í Danmörku getur slátrað allri ársframleiðslu Íslenskra svínabænda á 8 klukkustundum en framleiðslan í Danmörku á undir högg sækja vegna skriffinnsku reglugerðarfargans. Framleiðslan er að flytjast til Póllands og Úkraníu þar sem launin eru 15,000 til 22,000 á mánuði eða um 100 kr á timan. En þú spyrð um munin Erikur. Eg tók bara  stutt dæmi. Það er allt dýrara hér fjármagnskostnaður flutningar laun fóður Mikil og dýr Eftirlitsiðnaður. Ég get tekið sem dæmi flutningana. Við þurfum að flytja 3000 Tonn af fóðri ári frá Reykjavík 120 km þrár ferðir á viku hver fer kostar 85,000. Bílstjóri sem á flutningabíl og keyrir  100,000 km á ári sem er algengt þarf að greiða 40 krónur á km í þungaskatt sem gera 4,000,000 á ári. Svona er þetta nú allt.  

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 17:21

6 identicon

Já, þetta er svínslegt, Gunnar.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 17:47

7 Smámynd: Ólöf Ýrr Atladóttir

Jamm, ég get alveg tekið undir það að ekki sé rétt að miða krónu á krónu við lönd þar sem laun eru lægri og kaupmáttur með öðrum hætti - enda fannst mér tölurnar ævintýralegar.  Það breytir því hins vegar ekki, að þessar daglegu vörur eru min dýrari hér en í Noregi - sem mér finnst óhugnanlega dýrt land.  Flutningar (miklar vegalengdir), fóður og launakostnaður geta nú ekki verið svo frábrugðnar stærðir - og ekki er Noregur í Evrópusambandinu...

Ég sé ekki neinar röksemdir hér að ofan seem skýra muninn milli Noregs og Íslands. AÐ vísu væri, svona til að reka miðshöggið á, gaman að sjá sama verðsamanburð milli Reykjavíku og Tromsö.  En munurinn er einhver þar á milli, þá er ljóst að eitthvað þarf að taka til hér... 

Hvað vörurnar sjálfar varðar, þá var ég nú ánægð með hvað þetta voru svona beisik vörur sem bornar voru saman.  EN: það vantaði auðvitað grænmeti og ávexti - hvernig hefði munurinn orðið þá? 

Ólöf Ýrr Atladóttir, 30.1.2007 kl. 19:43

8 identicon

Þetta fer nú verða Ágætt hjá mér. en Noregi eru mjög miklir ríkisstyrkir til handa svínabændum sem eru eingir hér og svona til að enda þetta Ef íslenskir svínabændur fengju styrkina sem sauðfjárbændur fengu gætum gefið kjötið og sennilega borgað neytendum fyrir að velja það

Með kveðju úr sveitinni  

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 21:53

9 Smámynd: Ólöf Ýrr Atladóttir

Bara ein svona í lokin - ég fór nú og athugaði, og það var rétt munað: það er ekkert minnst á svínakjöt í þessari frétt?!?

Ólöf Ýrr Atladóttir, 30.1.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband