Tímabær ákvörðun

Sú ákvörðun umhverfisráðherra að fara fram á að erfðabreytt matvæli verði sérstaklega merkt er auðvitað löngu tímabær.  Ég er raunar ein þeirra sem hef ekki verið andsnúin neyslu og nýtingu erfðabreyttra matvæla af prinsippástæðum og tel raunar að sé rétt að farið, þá sé um að ræða mikla möguleika til að framleiða matvæli í auknum mæli án þess gengdarlausa eiturefnahernaðar sem viðgengst í matvælaiðnaði víða um veröld.  Ég geri mér þó grein fyrir að þessar skoðanir mínar eru umdeildar, svo ekki sé meira sagt.

Þegar ég var við nám í Bretlandi undir lok síðustu aldar (æ), þá fóru andstæðingar erfðabreyttra matvæla mikinn og mótmæli gegn óskilyrtri dreifingu þeirra og neyslu voru áberandi.  Það var áhugavert að fylgjast með þessu andófi, því að þrátt fyrir að mörg þeirra varnaðarorða sem andstæðingarnir höfðu í frammi væru tímabær og nauðsynleg, þá sá maður að oft á tíðum var gengið of langt og villandi upplýsingum leyft að haldast, þrátt fyrir að andófsmenn réðu til sín hámenntaða erfðafræðinga til að koma með fræðileg innlegg í umræðuna.  Mér eru sérstaklega minnisstæð skilti sem voru áberandi í amk einni mótmælagöngu - á þau ver letrað:  Ekkert DNA í minn mat!  Ég náði nú aldrei alveg hvernig menn ætluðu að komast hjá því að neyta þessa undirstöðuefnis í lífverum...

En hvað um það, í ríkjum ESB hafa nú um nokkra hríð verið í gildi reglur um merkingar matvæla.  Að sjálfsögðu á að gefa fólki kost á því að taka upplýsta ákvörðun um hvort það vill neyta slíkra matvæla, alveg eins og ég tel rétt að ég sé upplýst um hvort í þeim mat sem ég neyti sé eitthvað sem ég í sérvisku, af heilsufarsástæðum eða prinsippi vill ekki láta inn fyrir mínar varir (þeir sem þekkja mig vita að það er þó nokkur fjöldi tegunda).

Á sama hátt ætti að sjálfsögðu að krefjast þess að innflytjendur grænmetis öfluðu upplýsinga um hvaða eiturefni og áburður voru notuð til að flýta fyrir vexti þess grænmetis sem hingað til flutt og merktu þessar upplýsingar á pokana.  Slíkt hlyti að flýta fyrir almennri, upplýstri  umræðu um málefni sem varða ræktun matvæla - umræðu sem ég hef beðið eftir síðan ég horfði upp á mótmælin í Bretlandi - á síðustu öld.


mbl.is NS fagna ákvörðun um að merkja erfðabreytt matvæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta snýst aðallega sojaprotein og mais Ég held að 70-80% af öllum sojabaunum se erfðabreyttar. Tilgangurin með því er að minnka eiturefnanotkun við ræktunina og fá meiri uppskeru. Hvort er betra?

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 12:07

2 Smámynd: Ólöf Ýrr Atladóttir

Jamm - það getur vel verið að sojaafurðir og mais séu obbinn af þeim afurðum erfðabreyttra matvæla sem hingað eru flutt - málið er að við vitum það ekki.  Því eru svona reglur góðar. Og ég ítreka að ég vil frekar borða matvæli sem innihalda erfðabreyttar sojaafurðir en DDT-aða tómata...

Ég kalla samt aftur eftir því að afurðir "hefðbundinnar" ræktunar séu merktar með þeim efnum sem úðað er á þær ;-)

Ólöf Ýrr Atladóttir, 6.2.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband